Hafðu samband

Listdansskóli Íslands 
Engjateig 1, 105 RVK 
 S: 588 9188 
listdans@listdans.is

Opnunartími skrifstofu
virka daga frá 9-16 

SENDA FYRIRSPURN 

 

 

Saga skólans

Haustið 1952 var Erik Bidsted ráðinn ballettmeistari Þjóðleikhússins. Í starfi hans var fólgið að semja og æfa öll dansatriði sem þurftu í verkefni Þjóðleikhússins og jafnfram að vera aðalkennari við nýstofnaðan listdansskóla leikhússins. Skólastjóri var Guðlaugur Rósenkranz þjóðleihússtjóri.
Þegar Íslenski dansflokkurinn var stofnaður árið 1973 var ballettmeistarastaðan lögð niður og stjórnandi flokksins fékk tiltilinn listdansstjóri en sinnti jafnframt að einhverju leyti  sömu störfum og ballettmeistari hússins hafði áður gert, þ.e. samið og æft dansatriði fyrir sýningar hússins  Á fyrstu árunum hafði listdansstjórinn jafnframt yfirumsjón með skólanum.

Árið 1977 var Ingibjörg Björnsdóttir ráðin sem skólastjóri Listdansskólans og gegndi því starf til ársins 1997 er Örn Guðmundsson tók við.

Árið 1990 sleit skólinn sig frá Þjóðleikhúsinu ásamt Íslenska dansflokknum og fluttu stofnanirnar að Engjateigi 1.  Eftir þann flutning skipti skólinn um nafn 1.janúar 1991 og hefur síðan heitið Listdansskóli Íslands. Íslenski dansflokkurinn og Listdansskólinn störfuðu saman allt fram til haustsins 1997 að dansflokkurinn flutti í Borgarleikhúsið og úr urðu tvær aðskildar stofnanir.

Árið 2006 var rekstri skólans breytt úr ríkisskóla í einkafyrirtækið, Dansmennt ehf., sem er í eigu Listaháskóla Íslands.  Lauren Hauser var ráðin skólastjóri við skólann og gegndi því starfi til vorsins 2009 þegar Lára Stefánsdóttir tók við.  Núverandi skólastjóri er Guðmundur Helgason. Rekstrarstjóri er Jóna Finnsdóttir.

Listdansskóli Íslands fékk viðurkenningu menntamálaráðuneytisins árið 2006 fyrir klassíska- og nútímadansbraut. Sú viðurkenning var endurnýjuð árið 2009. Nemendur skólans geta fengið nám sitt í listdansi metið til stúdentsprófs allt upp í 51 einingu. Menntaskólinn við Hamrahlíð hefur stofnað nýja listdansbraut til stúdentsprófs en nemendur LÍ fá nám í listdansi metið í flestum menntaskólum.

Viðburða dagatal

  • No upcoming events available


Ljósmyndasíða Listdansskólans

  
 
Finndu okkur á facebook

Vefstjórn