Hafðu samband

Listdansskóli Íslands 
Engjateig 1, 105 RVK 
 S: 588 9188 
listdans@listdans.is

Opnunartími skrifstofu
virka daga frá 9-16 

SENDA FYRIRSPURN 

 

 

Um skólann

Listdansskóli Íslands býður uppá viðurkennt nám í listdansi samkvæmt viðurkenningu Mennta- og menningarmálaráðuneytis. (Sjá bréf frá ráðuneytinu: síða 1 - síða 2)

Í Listdansskóla Íslands ríkir góð og öflug danskennsla þar sem gæði, þekking og fagmennska eru lykilatriðin í skólastarfinu. Starfsfólk skólans leitast við að skapa andrúmsloft þar sem nemendum líður vel í persónulegu umhverfi en finni fyrir kröfum sem einkennast af aga, virðingu og stundvísi. Kennslan einkennist fyrst og fremst af mikilli og góðri tæknivinnu því nemendur eiga rétt á því að fá að kynnast því besta sem völ er á.
Í Listdansskóla Íslands ríkir stöðug viðleitni til að halda ástríðunni fyrir dansinum lifandi og að áhuginn komi innan frá. Það á öllu starfsfólki sem nemendum Listdansskóla Íslands að þykja skemmtilegt og ögrandi að koma til leiks. Í seinni hluta dansnámsins er markmiðið að nemendur þekki möguleika sína betur í hinum stóra dansheimi þar sem vegirnir eru margir og ólíkir.

Listdansnámið í Listdansskóla Íslands er  mjög gagnlegt að öllu leyti.  Það kennir m.a.börnum að bera virðingu fyrir sjálfum sér og listgreininni sjálfri, listdansinum.  Eftir listdansnám læra börn frekar að njóta þess að horfa á listdans, í hvaða formi sem er. Börnin læra að taka tilfinninguna inn frá þeim dansi sem þau horfa á, frekar en að dæma hvað þau eiga að sjá og skilja. 
Það má benda á að þeir nemendur sem hafa stundað listdansnámið að einhverju ráði hafa líka náð að skipuleggja tíma sinn betur í hvaða starfi sem þau taka sér fyrir hendur

Listdansnámi Listdansskóla Íslands er skipt í 10 samliggjandi stig: 7 stig á grunnsskólastigi (9-15 ára) og 3 stig á framhaldskólastigi (16 ára og uppúr). Hvert stig tekur eitt ár. Skólaárinu er skipt í haust- og vorönn og hefst kennslan um svipað leyti og kennsla í almennum grunn- og framhaldsskólum. Kennsluvikur eru að meðaltali um 36 á ári.
Aðalnámsgreinar skólans eru samkvæmt kröfum aðalnámskrár menntamálaráðuneytisins á grunn- og framhaldsstigi: klassískur ballett, táskór, repertoire, pas de deux, nútímalistdans, spuni og snertispuni, jass, karakter, danssmíði, kóreografía, composition. Ef fjöldi stráka er nægjanlegur þá fá strákar í grunnskóladeild sérstaka strákatíma einu sinni í viku. Nánari upplýsingar um inntak námskrárinnar má finna á vef menntamálaráðuneytisins;  Námsskrá Framhaldsskóla   - Námsskrá Grunnskóla

Nám í Listdansskóla Íslands hefur það markmið að mennta framtíðarlistdansara og nemendur sem vilja halda áfram dansnámi á háskólastigi. Einnig þykir mikilvægt að þjálfa nemendur sem stunda nám sér til ánægju en gera kröfur í kennslunni og jafnvel sjá annan framtíðarmöguleika með náminu eins og að verða dansfræðingar, danshöfundar og danskennarar.  Nemendum er veitt kennsla í tæknilegum og listrænum greinum. Nemendur fá þjálfun í sjálfstæðum og skapandi vinnubrögðum. Auk þess er lögð áhersla á færni í því að vinna í hópum. Það að njóta lista, menningar og þekkja sögu listdansins í gegnum námið er mikilvægur þáttur í starfi skólans.
Ber að nefna að það er algjör sérstaða hjá LÍ að nemendasýningar skólans eru 2 á ári, bæði á haustönn og vorönn en það að fá reynslu í því koma fram og njóta sín á sviði er stór þáttur í dansnámi Listdansskóla Íslands. Fyrir utan að nemendasýningar Listdansskóla Íslands hafa verið einstaklega metnaðarfullar og glæsilegar þá er gleðiefni að samvinna við íslensk tónskáld hefur aukist síðastliðin ár. 

 

Listdansskóli Íslands er í eigu Dansmenntar ehf og er stjórnin skipuð Fríðu Björk Ingvarsdóttur, Helgu Völu Helgadóttur og Magnúsi Loftssyni. Þau þrjú hafa setið í stjórn skólans frá 2013.
Skólastjóri er Guðmundur Helgason - mummi@listdans.is

Viðburða dagatal

  • No upcoming events available


Ljósmyndasíða Listdansskólans

  
 
Finndu okkur á facebook

Vefstjórn