Hafðu samband

Listdansskóli Íslands 
Engjateig 1, 105 RVK 
 S: 588 9188 
listdans@listdans.is

Opnunartími skrifstofu
virka daga frá 9-16 

SENDA FYRIRSPURN 

 

 

Kennsla fellur niður vegna veðurs

Kennsla fellur niður í Listdansskólanum í dag miðvikudaginn 6.mars vegna veðurs. 
Við bendum foreldrum á þessi tilmæli slökkviliðsins til foreldra og forráðamanna við röskun á skólastarfi.  

Skólastjóri

Sýningar á döfinni...

Það er einstaklega ánægjulegt hversu mörg tækifæri nemendur Listdansskólans fá til þess að sýna utan við hefðbundnar nemendasýningar. Á föstudaginn kemur, 8.febrúar dansa nemendur á fyrsta ári framhaldsdeildar undir leiðsögn Önnu Richards spunakennara á Safnanótt í Gerðarsafni í Kópavogi. Verkið er spunaverk unnið útfrá verkum Helga Þorgils en verk hans eru til sýnis á safninu núna og nefnist sýningin Tónn í öldu. 
Sýningin hefst kl 22, föstudaginn 8.febrúar. 

Í desember síðastliðnum dönsuðu nemendur 5.stigs á jólatónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands, fríður hópur sem dansaði við tónlist úr Snjókarlinum eftir Howard Blake. Samstarf skólans við sinfóníuhljómsveitina heldur svo vonandi áfram á næsta starfsári.
Myndin var tekin baksviðs í Hörpu. 

 

Þá dönsuðu nemendur á Töfrahurðartónleikum í byrjun janúar þar sem þemað var Vínartónleikar. Nemendurnir sömdu atriðin sjálf og settu skemmtilegan svip á tónleikana ásamt trúðum frá Sirkus Ísland, skólahljómsveit Kársnesskóla ofl. 

Myndin var tekin í anddyri Salarins þar sem krakkarnir dönsuðu meðan tónleikagestir komu í hús.

---

Næst á döfinni eru svo aðrir Töfrahurðartónleikar í byrjun mars, nemendasýningin okkar 27.mars í Borgarleikhúsinu og svo er í vinnslu uppákoma fyrir Barnamenningarhátíð... Fylgist með ! 

 

STUNDASKRÁ VORANNAR 2013 með fyrirvara um breytingar

Þá er stundaskrá vorannar komin hér inná vefsíðuna og má nálgast hana HÉRNA með fyrirvara um breytingar

Hjá nemendum fyrsta árs bætist núna við Listdanssaga (LDS) 103 (þrið og fim) og Spuni 101 (á miðvikudögum)

Nemendur annars árs taka Danssmíði DSM 101 (á fimmtudögum) 

HÓPASKIPTING ER SÚ SAMA OG Á HAUSTÖNN

 

Æfingaplan vegna jólasýningar grunndeildar

Þriðjud. 11. des. Gamla Bíó
Nemendur mæti í leikhúsið ekki seinna en hálftíma áður en æfing hefst á sviði.
Kl. 9:30 7. stig Snjókorn (Lucia)
Kl. 10:10 7. stig Funky Sugarplum (James)
Kl 10:50 6. stig Mirlitons klassík (Margrét)
Kl 11:30 5. stig Blómavals (Helena)
Kl. 12:15 5.stig Mannfólk Englajóla (Nanna)
Kl 12:30 6./4.stig Bardagi músa og tindáta (Hildur)
Kl 13:10 4. stig Barnamars (Helena)
Kl 13:50 3. stig Á leið í jólaboð (Ingibjörg/Kara)
Kl 14:30 2./3. stig Spuna-englar og börn (Þyrí)
Kl 15:10 2. stig Englar Englajóla (Margrét)
Kl 15:50 1. stig Leikf. hennar Klöru (Ingibj/Sigrún Ósk)
Kl 16:10 Allir Rennsli til um kl. 18:30

Miðvikud. 12. des. Gamla bíó
 Kl. 10:00 – 10:30 Upphitun 6. og 7. stig á sviði, aðrir á göngum.
Kl. 11:00 – 13:00 Aðalæfing og framkall Hlé (eldri nem. geta gert ráð fyrir æfingu)
Kl. 16:30 6. og 7. stig mæti í leikhúsið
Kl. 17:00 Mæting aftur í leikhúsið !
Kl. 18:00 – 19:00 Fyrri sýning
Kl. 20:00 – 21:00 Seinni sýning

Eftir sýningarnar eru allir komnir í jólafrí.
Kennsla hefst aftur skv. stundaskrá 7. janúar 2013.
 

Jólasýning grunnskóladeildar 12.12.12 í Gamla Bíó

Jólasýning grunndeildar verður haldin 12.desember kl 18 & 20 í Gamla Bíó - Leikhús

Jólasýning grunndeildar Listdansskóla Íslands er árviss viðburður og er efnisskráin fjölbreytt að vanda. Á sýningunni dansa nemendur verk jafnt eftir kennara skólans sem virta danshöfunda og virkilega gaman að sjá nemendurna kljást við ólík verk og dansstíla. Allir eru velkomnir á sýninguna þar sem við dönsum inn jólin. 

Miðasala er hafin á midi.is  
Athugið að velja réttan tíma á sýningu (18 eða 20) - þeir sem ekki eru með greiðslukort geta keypt miða í miðasölu Gamla Bíós frá kl 16 á sýningardag.

Bók í jólapakkann

Þennan póst fengum við frá Guðbjörgu Arnardóttur og deilum honum hérna svona í aðdraganda jólanna...

Ágæti viðtakandi,

Tilvalin jólagjöf. Dansandi bók - Dansgleði -fyrir alla, einstaklinga, pör, hópa, afa, ömmur og barnabörnin. Frumspor margra dansa eru kennd, t.a.m. salsa, jive, social foxtrot, skottís og brúðarvals. Einnig er að finna úrval dansa fyrir hópa og einstaklinga sem vilja spreyta sig í djassdansi, hip hop, ballett, diskó o.fl. dönsum. Dansar og leikir með fjölskyldunni, börnum og barnabörnum eru útskýrðir á lifandi hátt. Loks geta skapandi einstaklingar stuðst við frábæra lýsingu á því hvernig maður býr til sinn eigin dans.

Aðgangur að lifandi kennslu á vefnum fylgir hverri bók -dansgledi.is

 

Foreldrafélag Listdansskóla Íslands með fjáröflunar blómasölu á sýningu framhaldsdeildar

Kæru foreldrar og forráðamenn,

Á morgun (miðvikudag) er jólasýning framhaldsdeildar Listdansskóla Íslands og mun Foreldrafélag Listdansskólans standa fyrir fjáröflun í tengslum við sýninguna. 

Fyrir sýninguna verða til sölu innpakkaðar rósir á 1000 krónur stk. Hægt verður að staðgreiða og borga með korti en staðgreiðsla er þó hentugri þar sem posar eru fáir.

Best er að vera tímanlega því ekkert hlé er á sýningunni. 

Hluti af ágóða af sölu rósanna verður notaður til að kaupa búninga fyrir sýningar Listdansskóla Íslands  og til að gera aðstöðu nemenda í skólanum betri.  

 
Með kveðju
 Stjórn foreldrafélagsins

 

Haustsýning framhaldsdeildar Listdansskóla Íslands

Miðvikudaginn 21. nóvember munu nemendur framhaldsdeildar Listdansskóla Íslands stíga á svið í Austurbæ og sýna afrakstur æfinga síðustu vikna. 

Haustsýning framhaldsdeildarinnar er árviss viðburður og er efnisskráin fjölbreytt að vanda. Á dagskránni eru klassísk og samtíma verk jafnt eftir kennara skólans sem virta danshöfunda og virkilega gaman að sjá nemendurna kljást við ólík verk og dansstíla. Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir og fer miðasalan fram á midi.is

Úr vorsýningu Listdansskólans á Svanavatninu (mynd: Joe Ritter)

AÐALFUNDUR FORELDRAFÉLAGS LISTDANSSKÓLA ÍSLANDS 2012

Aðalfundur Foreldrafélags Listdansskóla Íslands verður haldinn laugardaginn 10. nóvember að Engjateig í húsnæði skólans klukkan 10.00 árdegis.

Dagskrá fundarins
1. Nýr Skólastjóri listdansskólans, Guðmundur Helgason verður sérstakur gestur fundarins og mun segja frá starfi skólans. Fyrirspurnir og umræður.
2. Aðalfundarstörf
• Skýrsla stjórnar
• Kosning stjórnar
• Samruni foreldrafélags grunnskólans við foreldrafélag framhaldsdeildar
• Önnur mál

Boðið verður upp á léttan morgunverð!

LAUGARDAGSKENNSLA grunndeildar fellur einnig niður...

Til þess að hafa vaðið fyrir neðan okkur fellum við einnig niður kennslu grunndeildar laugardaginn 3.nóvember. 

Sjáumst hress á mánudaginn og passið ykkur á rokinu ! 

bestu kveðjur
Mummi 

Viðburða dagatal

  • No upcoming events available


Ljósmyndasíða Listdansskólans

  
 
Finndu okkur á facebook

Vefstjórn