Hafðu samband

Listdansskóli Íslands 
Engjateig 1, 105 RVK 
 S: 588 9188 
listdans@listdans.is

Opnunartími skrifstofu
virka daga frá 9-16 

SENDA FYRIRSPURN 

 

 

Sumarnámsskeið í Amsterdam

Nú eru margir farnir að hugsa fyrir sumarnámsskeiðum næsta sumar og hefur skólanum borist ábending um sumarnámsskeið í Amsterdam sem er skipulagt meðal annars á vegum Dutch National Ballet.  

Nálgast má upplýsingar á vefsíðu námskeiðsins HÉRNA

Nemendur dansa á Safnanótt 10.febrúar

Það verður margt á döfinni á Safnanótt föstudaginn 10.febrúar næstkomandi og meðal annars munu nemendur úr Listdansskóla Íslands dansa vélaballett á lóð Gerðarsafns í Kópavogi.  

Fimm nemendur úr framhaldsdeild: Bryndís Snæfríður Gunnarsdóttir, Kolbeinn Ingi Björnsson, Sigríður Ólöf Valdimarsdóttir, Snæfríður Sól Gunnarsdóttir og Tryggvi Geir Torfason fremja magnaðan, frumsamin dansgjörning. Dansandi gröfur eru sterkir mótdansarar í verkinu.

Sýningin hefst klukkan 20:00 á lóð Gerðarsafns í Kópavogi

 

SOLO ballettkeppnin - fulltrúar Íslands valdir fyrir Stora Daldansen

Þann 7. febrúar næstkomandi munu upprennandi dansarar spreyta sig á sviði Gamla bíós.

Um er að ræða undankeppni fyrir Stora Daldansen, norrænu einstaklingskeppnina í klassískum listdansi sem haldin verður í Falun í Svíþjóð 8. – 10. Mars næstkomandi. Það er Félag íslenskra listdansara sem stendur fyrir undankeppninni hérlendis en sigurvegarar keppninnar munu síðan keppa fyrir Íslands hönd í aðalkeppninni í Stora Daldansen í Svíþjóð. Undankeppnin SOLO er mikilvægur vettvangur fyrir íslenska listdansnema til þess að spreyta sig á krefjandi sólóhlutverkum klassískra ballettverka. Stífar æfingar hafa farið fram í æfingasölum listdansskólanna síðan fyrir jól en keppendur að þessu sinni koma frá Listdansskóla Íslands og Ballettskóla Guðbjargar Björgvinsdóttur. Með keppninni vill Félag íslenskra listdansara skora á íslenska listdansnema og ýta undir áhuga á klassískum ballett. Þátttökurétt í undankeppnina hafa listdansnemar í öllum listdansskólum innan Félags íslenskra listdansara.

Frá Láru við upphaf vorannar

Kæru framhaldsnemendur,
vormisseri 2012 hefst á morgun fimmtudaginn 5.janúar og bið ég ykkur að skoða vel stundartöfluna hvar og hvenær tímar ykkar eru staðsettir. Staðsetning tíma frh deildar í MH á mán, þri og fös hafa færst yfir á Dansverkstæðið á Skúlagötu 28, fyrir ofan KEX hostel/veitingastaðinn. Það er mjög góður kostur að vera einnig með tíma í umhverfi sjálfstæða dansgeirans á Íslandi en í Dansverkstæðinu má finna ýmsar upplýsingar um dans erlendis sem hérlendis, þar er einnig nettenging. Sem sagt tímarnir í Dansverkstæðinu eru þá: Mánudaga: 16 00 - 20 00, NTD B (James), NTD A ( Brian) spuni 101 (1.ár, Brian) Þriðjudaga: 16 30 - 20 00 NTD C ( Hildur), KOR 102 ( Ásgerður, Lára o.fl) Föstudaga: 16 00 - 18 00, tveir salir KOR 102 Eins og er þá standa tímarnir í MH á mið og fim. Skoða töflu vel takk fyrir og gangi ykkur vel að púsla öllu saman!!!
kær kveðja Lára

 

Myndasyrpa frá sýningu grunnskóladeildar í Gamla Bíó

Þessi skemmtilega myndasyrpa birtist á mbl.is eftir jólasýningu grunnskólans í Gamla Bíó endilega kíkið á hana með því að smella HÉRNA 
 

Stundatafla vorannar 2012

Stundatafla vorannar 2012 er komin inn á vefinn og er hægt að nálgast hana í gegnum dálkinn hér til hægri...

Glæsileg dansatriði á jólatónleikum Sinfó

Nú 16. & 17.desember dönsuðu 28 nemendur framhaldsdeildar Listdansskólans á jólatónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Eldborgarsal Hörpu.  Dansatriðin sömdu kennarar skólans Brian Gerke og Guðmundur Helgason og komu þau einstaklega vel út í þessari glæsilegu umgjörð sem Eldborgarsalurinn er. Krakkarnir stóðu sig mjög vel og ljóst að þessi reynsla er þeim mjög dýrmæt, að dansa í svo stórum sal (um 1.400 áhorfendur á hverjum tónleikanna þriggja) við undirleik heillar sinfóníuhljómsveitar. 

Hópurinn glæsilegi sem dansaði í Hörpu Hópurinn glæsilegi sem dansaði í Hörpu

Þar með er lokið þessari haustönn hjá okkur í Listdansskólanum og við komin í jólafrí.  Kennsla hefst aftur samkvæmt stundaskrá 5. janúar 2012. 

 

Jólasýning Grunnskóladeildar í Gamla Bíó 14.desember

Þá er komið að jólasýningu grunnskóladeildar Listdansskóla Íslands og verður hún miðvikudaginn 14.desember klukkan 18 og klukkan 20 í Gamla Bíó.  Sýningin nefnist Draumur á aðventu og er lítil falleg saga um strák sem fær óvænta heimsókn á aðventu. Snjókarl vekur hann upp af værum svefni og tekur hann með sér í ævintýraferð. Þeir fljúga um loftin blá innan um tunglskinið, norðurljósin og skýin og lenda í ýmsum spennandi uppákomum. 
PLAKAT

 

 

Fimm framhaldsnemendur útskrifast frá Listdansskóla Íslands

Að lokinni flottri sýningu framhaldsdeildar Listdansskóla Íslands í Austurbæ 30.nóvember síðastliðinn var komið að því að útskrifa fimm unga dansara sem sumir hverjir hafa verið í skólanum í heil 10 ár.  Það verður spennandi að sjá hvað þessar glæsilegu stúlkur taka sér fyrir hendur núna að loknu námi. Við óskum þeim innilega til hamingju með áfangann!

útskriftarnemendur haust 2011

Frá vinstri: Hildur Margrét Jóhannsdóttir, Hrund Jóhannesdóttir, Bryndís Snæfríður Gunnarsdóttir, Aldís Gunnarsdóttir, Snæfríður Ingvarsdóttir. 

Æfingaplan jólatónleikar SINFÓ

Allar æfingar eru í Listdansskólanum nema annað sé tekið fram... 

Arabíski og kínverski dansinn:
Föstud. 2.des 16-18
Mánud. 5.des 18:30-20:30
Þriðjud. 6.des 17-19
Miðvikud. 7.des 18-20
Fimmtud. 8.des 16:30-18:30
Föstud. 9.des 16-18 

Blómavals: 
Laugard. 3.des 
4 Pör kl. 11:45-12:45
Svalastelpur kl. 15-16

fimmtudaginn 8.des
14:30-15:30, 4 pör
15:30-16:30, Svölurnar

föstudaginn 9.des
14:30-15:30 Allir - (Ellen Margrét, sykurplóma líka)

laugardaginn 10.des
14-16 Allir (sumir sleppa jafnvel fyrr heim)

Mánudaginn 12.des
14:30-15:30 Allir, æfing & rennsli

Þriðjudaginn 13.des
15:15-15:45 Allir, æfing & rennsli

Miðvikudaginn 14.des
14:30-15 Allir, æfing & rennsli 

Æfingar með Sinfó í Hörpu:
Fimmtud. 15.des kl 9:30-13
Föstud. 16.des kl 9:30-12:30 
-Sýning sama dag kl 17 
& laugardaginn 17.des kl 14 & 17 

Með fyrirvara um breytingar... 

 

Viðburða dagatal

  • No upcoming events available


Ljósmyndasíða Listdansskólans

  
 
Finndu okkur á facebook

Vefstjórn